Háskólinn í Reykjavík.
Áramótin
2005/2006 færði ég mig um set og hætti að vinna hjá EJS og fór að vinna hjá
Háskólanum í reykjavík.
Fyrsti vinnudagur minn þar var 2. janúar 2006.
Hjá
Háskólanum í Reykjavík er ég að vinna á tækni og tölvudeild skólans við þjónustu
við nemendur og kennara.
Við erum átta í allt sem að erum að vinna í þessari
deild.
Slím ehf. /
Sniglabandið.
Byrjaði í Sniglabandinu árið 1990 ca. þegar ég var REKINN úr hljómsveitinni Ný
Dönsk.
Slím ehf. var svo stofnað árið 1993 til að reka Sniglabandið og sjá um alla
starfsemi þess m.a. útgáfu geisladiska, rekstur hljóðkerfa og hljóðvers þess.
Sniglabandið er nú komið á kreik aftur og er sem stendur í þeirri mynd sem að
það var árið 1993.
Það er verið að vinna í því að endurbyggja hljóðver Sniglabandsins, sem gengur undir nafninu
"Hljóðver Alþýðunnar"
og þeir sem hafa áhuga geta farið inn á
heimsíðu Sniglabandsins og kannað málið og eða sent þeim
e-mail.
EJS hf.
Fékk vinnu hjá EJS beint
eftir útskriftina út EUC skólanum sem sagt fyrsti vinnudagur var 22. apríl 2003.
Hjá EJS
hf. var ég að vinna á tölvuverkstæðinu í
almennum tölvuviðgerðum og einnig við að gera við hraðbanka.
EJS hf. hefur einkaumboð á
Dell tölvum á Íslandi
EUC-SYD
Ég byrjaði í EUC-SYD Skólanum í byrjun Ágúst árið 2000 og valdi mér
Datafagtekninker sem námsgrein (væntanlega tölvunarfræðingur
á íslensku eða
því sem næst / hægt að kanna það á heimasíðu Iðnskólans í
Reykjavík).
En það endaði samt með því að
ég útskrifaðist sem IT-Supporter í Apríl árið 2003 þar sem að við vorum flutt
heim
til Íslands í ágúst árið áður og ég sá ekki fram á það að geta klárað hitt
námið, bæði fjarvera frá fjölskyldu
og líka kostnaðarsamt að vera fljúga svona
mikið á milli landa. Ég var hins vegar svo heppin að fá praktík/verknám
hérna á
Íslandi fyrst hjá Háskólanum í Rekjavík (frá ágúst til desember 2002) og síðan
hjá
EJS (febrúar til apríl 2003) en þar fékk ég síðan vinnu beint eftir útskrift
úr skólanum.
Sønderjyllansds-symfoniorkester.
Ég byrjaði hjá Sønderjyllands-Symfoniorkester 6. Nóvember 1998 og vann þar allt
til 1.September 2001.
Hjá þeim vann ég
sem rótari og bílstjóri. Þó aðeins annar bílstjóri eða vara bílstjóri
þar sem þetta var bara hluta starf sem að
ég hafði hjá þeim eða hálft starf.
Ég hef
reyndar stundum þurft að redda þeim þ.e.s. vinna við annað en að róta t.d. hef ég
unnið í mötuneytinu
hjá þeim sem "smurbrauðs-herra" (ekki dama) og einu
sinni spilað í staðinn fyrir bassaleikarann þegar
konan hans var lögð skyndilega inn
á sjúkrahús og enginn annar úr sinfóníunni var laus þar að auki
var ég sá eini
sem kunni lögin
eftir að hafa heyrt þau á æfingum og líka fyrsta daginn sem þau spiluðu þau.
Einnig spilaði ég með Sinfóníunni á sumartónleikum í
júní árið 2001 og svo aftur
í febrúar árið 2002 þegar sinfónían
spilaði lögin úr "Chess" söngleiknum. Þetta má allt lesa um í "Séð og Keyrt" þar sem þessu er lýst nánar.
Et Verslun.
Byrjaði hjá Et verslun árið 1997 í Október og hætti 1998 í September og flutti til
Danmerkur.
Hjá Et
Verslun vann ég við afgreiðslustörf ásamt því að sendast eftir aðföngum fyrir verkstæðið
hjá ET
og vörum á lager verslunarinnar.
Et verslun selur varahluti í vörubíla og
hluti tengda þeim svo sem: ljós á vörubíla og vagna
frá
Truck-Lite og
gámafestingar fá ítölsku fyritæki sem ég man ekki hvað heitir.
Hjá Steina / núna Hljómsýn.
Byrjaði hjá Steina árið 1989 og vann þar til ársins 1993 þegar Slím ehf. var stofnað.
Hjá Steina vann ég
við afgreiðslustörf og sá einnig um sendiferðir ef svo bar við.
Hjá Steina var
hljóðfæra og hljómtækjaverslun sem seldi meðal annars Mesa Boogie magnara og JBL hátalara svo fátt eitt sé nefnt.
Póstur
& Sími (í þá daga) núna Íslandspóstur.
Vann hjá Pósti og síma árið 1988 til 1989 sem póstburðarmaður.
Kynntist þar
konunni minni Elmu, sem var þar í sumarvinnu hjá mömmi sinni sem var stöðvarstjóri
pósthússins í Kópavogi.
Eimskip hf..
Vann hjá Emskip hf. 1987 aðeins í einn mánuð síðast um sumarið sem verkamaður og
lyftaramaður en
hætti eftir aðeins einn mánuð þar sem verkstjórinn var svo
erfiður.
Hef þó unnið fyrir Eimskip óbeint eftir það þegar ég hef verið að
keyra vörubíl föður míns í afleysingum, en hann vann mikið fyrir Eimskip hf.
Hagvirki hf.
Já ég varð svo frægur að vinna hjá þeim líka.
En eins og kannski einhverjir muna
eftir þá fór þetta fyrirtæki eftirminnilega á hausinn,
en ég var nú hættur hjá
þeim þá. Ég var í jarðvinnu-deildinni hjá þeim og ég vann ýmist við
sprengingar
eða var að skríða í holræsum Reykjavíkurborgar,
gaman gaman eða hitt þó heldur.