Þorgils
hóf ferilinn í "Skólahljómsveit Kópavogs" 1983 & lék þar á Baritonhorn.
Á miðju ári 1984 var stofnuð hljómsveitin "Hvatberarnir" & lék
Þorgils þar á rafmagnsgítar.
Hljómsveit þessi átti stutta lífdaga eða um það bil fjóra mánuði.
Í október 1985 var hljómsveitin "Tríó Jóns Leifssonar" stofnuð &
var hún "heimsfræg" í Kópavogi & þó víðar væri leitað.
Árið 1989 fór hljómsveitin í óákveðið frí ,en hefur spilað af & til á
síðustu árum.
Þorgils var meðlimur "Sexmanna" (áður Bjarni Ara & Búningarnir) í
skamman tíma árið 1989 & einnig hljómsveitinni "Foringjunum"
síðar "Skyttunum".
Haustið 1989 var hann í hljómsveitinni "Ný dönsk" & í Júlí 1990
var hann ráðinn í Sniglabandið.
Hann hefur spilað með hljómsveitinni "Stútungum" & hlaupið í
skarðið annar staðar.
Þorgils spilaði lagið Nostradamus með Ný dönsk inn á
safnhljómplötu árið 1989 & hluta af hljómplötunni Regnbogaland (1990).
1991 spilaði hann á geisladisknum "Getum við ekki látið eins &
hálfvitar" með Sniglabandinu síðar á geisladisknum "Þetta stóra
svarta" (1993)
& 1995 á geisldisknum "Gull á móti
sól" & einnig á safndisk með Sniglabandinu (1995) lögin,
"Læknirinn & ég" , Tyggigúmmí
& tvö lög með hljómsveitinni - Blóðmör sem er þungarokksdúett skipaður
Þorgils Björgvinssyni & Einari Rúnarssyni.
1995 lék hann einnig inn á geisladisk með Tríói Jóns Leifssonar er nefnist
"Komdu í byssó".
1996 lék hann með Sniglabandinu á geisladisknum "Eyjólfur Hressist"
Nýtt og árið 1997 lék hann á geisladisknum "Ágúst kemur klukkan tvö"
með Sniglabandinu.
Árið 2003 leikur Þorgils á ný með Sniglabandinu og hefur leikið með þeim síðan
auk annarra verkefna sem að hann hefur tekið að sér.
Þess má geta að Sniglabandið er enn í fullu fjöri og spilar fyrir alla
landsmenn og konur.
Þorgils
er núna búsettur á Íslandi.
Þorgils er núna að spila með Sniglabandinu og þeir sem að vilja kynna sér það
nánar er bent á www.sniglabandid.is
og https://soundcloud.com/user-550259911
http://www.myspace.com/sniglaband
en þarna er hægt að hlusta á brot af því nýjasta frá Sniglabandinu.
Einnig er að finna myndbönd með Sniglabandinu á síðum eins og
https://www.youtube.com/user/Sniglaband
.
Emilíönu Torrini, Páli Óskari, Ragnari Bjarnasyni, Agli Ólafssyni, Björgvin Halldórssyni, Stefáni Hilmarssyni & fleiri mætti nefna.
Þorgils
hefur líka tekið upp stök lög fyrir til dæmis kvennafótboltann hjá Breiðablik í
Kópavogi þar sem hann spilaði á öll hljóðfæri sjálfur þ.e.s.
trommur, bassa & gítar. Þá var tæknimaður Viðar Bragi & sá hann um að
hljóðblanda lagið að lokum.
Hvatberarnir,
Tríó Jóns Leifssonar, Vilmundur í snörunni, Bjarni Ara og búningarnir síðar
Sexmenn, Djass-band í FÍH skólanum,
Tríó meðlæti, Lýsi, Adolf Úlfsson & frambendlarnir, Sniglabandið, Ný Dönsk,
Blóðmör, Djass Tríó Einars Rún, Stútungar, Helter
Skelter,
& margar fleiri sem ekki verða taldar upp hér.
"rativfláhgosnieðitálikkeðivmuteG" – Sniglabandið 1991
(eða Getumviðekkilátiðeinsoghálfvitar)
"Þetta stóra svarta" – Sniglabandið 1993 / útgefandi Slím ehf.
"Gull á móti sól" – Sniglabandið 1995 / útgefandi Slím ehf.
"Sniglabandið 1985-1995" – Sniglabandið 1995 / útgefandi Slím ehf.
"Komdu í byssó" – Tríó Jóns Leifssonar 1995
/ útgefandi Geimsteinn.
"Eyjólfur hressist" – Sniglabandið 1996 / útgefandi Slím ehf.
"Ágúst kemur klukkan tvö" – Sniglabandið 1997 / útgefandi Slím ehf.
"RÚVtops" – Sniglabandið 2006 / útgefandi
Slím ehf.
"Vestur" – Sniglabandið 2007 / útgefandi Slím ehf.
"Jól meiri jól" – Sniglabandið 2009 / útgefandi Slím ehf.
"Íslenskar Sálarrannsóknir" – Sniglabandið 2015 útgefandi Slím ehf.
"Nostradamus" með Ný Dönsk árið 1989 og hálf platan
Regnbogaland 1990
"Apríkósusalsa" með Sniglabandinu & borgardætrum 1994
"Sveifla og galsi" með Sniglabandinu árið 1994
"Læknirinn & ég" , "Tyggigúmmí" , Sniglabandið 1995
Og auðvitað "Lyftu rokk" og "death kántrý" með Blóðmör 1995.
"Plógstúlkan" með Sniglabandinu árið 2008
"Sófasjómaðurinn" með Sniglabandinu og Skafta Ólafssyni árið 2009
Það er hægt að senda Þorgils tölvupóst á gilsi@gilsi.com