Komið þið sæl.

Ég heiti Þorgils Björgvinsson og er gítarleikari ( Sniglabandið ) sem og gítarkennari.
Ég hef verið að kenna á bæði gítar og bassa frá því árið 1991.
Mest hef ég verið að leiðbeina byrjendum á hljóðfærin en einnig hafa komið til mín
nemendur sem að eru lengra komnir.

Náminu er þannig hagað að þetta eru einkatímar sem að eru 40 mínútur að lengd.
Nemendum eru kennd undirstöðuatriði í hljóðfæraleik og leitast við að koma til móts við þarfir
hvers og eins eftir bestu getu allt eftir því hvar nemandinn er staddur í náminu og eða færni á hljóðfærið.
Hafa ber í huga að þegar byggja á hús byrjar enginn á því að smíða þakið fyrst
enda verður ekkert hús betra en grunnurinn sem að það stendur á.
Þegar byrjandi á í hlut er best að byrja á því að taka 10 tíma þannig að einhver árangur náist.
Þó er hægt að semja um annað séu aðstæður þannig að það henti einhverja hluta betur.
Einnig er hægt að kaupa gjafakort hafi einhver í huga að gefa gítartíma eða bassatíma sem gjöf.

Kennslan fer fram í Kópavogi og verður
kennt á eftirfarandi hljóðfæri:
rafgítar, kassagítar ( þjóðlaga og eins á klassíska ) og rafbassa ( byrjendum ).

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma: 820-6275
og eða sendið rafpóst á gilsi (hjá) gilsi.com.